Sveitarfélagið Hornafjörður hlýtur styrk

14.4.2025

Sveitarfélagið Hornafjörður var nýlega eitt af 71 sveitarfélögum sem valið var úr hópi 297 umsækjenda til að hljóta styrk og faglega aðstoð vegna vinnu við gerð fjárfestingaáætlana vegna orkuskiptanna.

Er styrkurinn veittur í gegnum verkefnið European City Facility. Hornafjörður er þriðja sveitarfélagið sem valið er til að hljóta EUCF styrk en sveitarfélagið stefnir á kolefnishlutlausan rekstur fyrir árið 2030 og miðar umhverfis- og loftslagsstoð aðalskipulags að því markmiði.

Verkefnið sem Hornafjörður fékk styrk til að sinna snýst um að auka orkunýtni sundlaugarinnar á svæðinu þar sem hún er stór orkunotandi. Sveitarfélagið ætlar að ráðast í úttektir á orkunotkun og hagkvæmniathugunum sem leiða af sér að kennsl verða borin á tækifæri til umbóta, draga úr kostnaði og bæta umhverfið. Allur lærdómur sem af verkefninu hlýst mun skila sér í leiðbeiningum sem verða aðgengilegar öðrum sveitarfélögum sem vilja ráðast í svipaðar aðgerðir.