• Skjamynd-2025-07-04-095421

Sveitarfélagið Hornafjörður endurnýjar áskrift af íslenskukennsluappinu Bara tala

4.7.2025

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur endurnýjað áskrift sína að Bara tala, sem er smáforrit (app) sem kennir íslensku með notkun gervigreindar. Notkun hófst í júní 2024 og hefur gengið virkilega vel, sérstaklega hjá leikskólanum. Allt starfsfólk sem starfar fyrir sveitarfélagið og er með íslensku sem annað mál getur nálgast smáforritið.

Verkefnið styður við markmið mannréttindastefnu sveitarfélagsins, þar sem meðal annars er lögð áhersla á að tryggja fólki af erlendum uppruna raunveruleg tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Með þessu skrefi vill sveitarfélagið gera vinnuumhverfið aðgengilegra, styðja við daglega notkun íslensku og stuðla að jafnari tækifærum fyrir öll.