Sveitarfélagið segir upp tryggingum hjá VÍS

25.9.2018

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur sagt upp öllum tryggingum hjá Vís frá og með næstu áramótum.

Bæjarráð samþykkti í gær að fara í útboð á tryggingum, sbr. neðangreinda bókun:

" VÍS: Lokun skrifstofu á Hornafirði

Vátryggingafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að skrifstofu félagsins verði lokað á Höfn.

Sveitarfélagið er með allar tryggingar hjá VÍS.

Bæjarráð harmar lokun skrifstofu VÍS á Höfn og felur starfsmönnum að vinna að útboði á öllum tryggingum sveitarfélagsins."