Sveitarstjórnarkosningar 2018

18.5.2018

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí 2018.
Local government election will be held in Iceland on 26 May 2018.

Kjörfundir í sveitarfélaginu verða í eftirfarandi kjördeildum:

Hofgarði Öræfum, Hrollaugstöðum Suðursveit, Holti Mýrum frá kl.12:00 og líkur strax og unnt er skv. 66. gr laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna, þá verða kjörfundir í Mánagarði Nesjum frá kl. 12:00 -22:00 og Heppuskóla Höfn opnir frá kl.10:00-22:00.

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhentir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil. 

Yfirskjörstjórn í Sveitarfélaginu Hornafirði skipa, Vignir Júlíusson formaður s. 8971681, Zophonías Torfason varaformaður og Reynir Gunnarsson.

Kjörskrá liggur frammi í þjónustuveri sveitarfélagsins og er aðgengileg á opnunartíma. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til upplýsinga- og umhverfisfulltrúa eða senda athugasemd á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is.

Kosning utan kjörfunda fer fram hjá Skrifstofu sýslumanns Hafnarbraut 36 Höfn.

Nánar um sveitarstjórnarkosningar á kosningavef  Stjórnarráðs Íslands.