Tengingar á heimæðum hefjast í byrjun mars

2.3.2021

Í fréttatilkynningu frá RARIK kemur fram að framkvæmdir við tengingar á heimæðum hefjast í byrjun mars. 

Framkvæmdir við tengingar á heimæðum hitaveitu á Höfn hefjast í byrjun mars 2021 og munu standa yfir í eftirfarandi götum yfir tvo mánuði:

Mars - apríl:  Silfurbraut, Austurbraut og Smárabraut.

Apríl - maí:  Hagatún, Hlíðartún, Miðtún og Kirkjubraut.

Þessu mun fyrirsjáanlega fylgja jarðrask og einhver óþægindi en kappkostað verður að halda þeim í lágmarki eins og kostur er.

Fréttin er tekin af heimasíðu RARIK