Þetta vilja börnin sjá!

28.6.2018

Sýningin Þetta vilja börnin sjá!, verður opnuð í bókasafninu föstudaginn 29. júni kl. 13:00

Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar 14 íslenskra myndlistarmanna við samtals 17 barnabækur sem komu út á árinu 2017, ásamt bókunum sjálfum. Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Þarfir barna eru sérstaklega hafðar í huga við uppsetningu sýningarinnar, enda ljóst að viðfangsefni hennar er ætlað börnum frá byrjun.

Sýnendur í ár:
Áslaug Jónsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Brian Pilkington • Böðvar Leós • Ellisif Malmo Bjarnadóttir • Freydís Kristjánsdóttir • Halla Sólveig Þorgeirsdóttir • Högni Sigurþórsson • Íris Auður Jónsdóttir • Kristín Ragna Gunnarsdóttir • Logi Jes Kristjánsson • Ragnheiður Gestsdóttir • Rán Flygenring • Sigrún Eldjárn

Sýningin er opin gestum og gangandi á opnunartíma bókasafnsins, virka daga kl. 10-16.