Þjóðvegur 1 lokaður við Hólmsá

28.9.2017

Þjóðvegur 1 er lokaður við Hólmsá á Mýrum þar sem áin flæðir yfir vegin. Brúin við Steinavötn er sigin og líklegt að hún sé ónýt.

Myndin var tekin við Steinavötn fyrir stuttu síðan.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ólíklegt að vegurinn opnist aftur í dag eða næstu daga því að það spáir mikilli rigningu annað kvöld. Þyrla landhelgisgæslunar mun kanna aðstæður um hádegi og mun ástandið skýrast betur í framhaldinu. Þyrlan mun selflytja fólk sem er innlilokað vegna flóða.

Hringvegur 1 norðurfyrir er opinn, Vegagerðin er búin að opna veginn sem fór í sundur í Berufirði.