Tilkynning – Brennsla úrgangs er bönnuð
Að gefnu tilefni eru íbúar minntir á að opin brennsla úrgangs er óheimil samkvæmt íslenskum lögum.
Samkvæmt 9. grein laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs segir: “ Óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þar með talið grenndargáma. Opin brennsla úrgangs er óheimil.”
Þetta bann nær til brennslu heimilisúrgangs, plastumbúða, garðaúrgangs eða annars úrgangs á einkalóðum.
Allur úrgangur skal fara í gegnum sorphirðukerfi sveitarfélagsins eða til móttökustöðvar með viðeigandi leyfi.
Röng meðhöndlun úrgangs, þar með talin brennsla, getur haft alvarleg áhrif á heilsu og umhverfi.
Við hvetjum öll til þess að halda samfélaginu okkar hreinu og öruggu.

