Tilkynning til lóðarhafa

12.11.2021

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir því að þeir lóðarhafar sem hafa fengið lóðir úthlutaðar en hyggjast ekki að byggja skili þeim inn til sveitarfélagsins. 

Mikil eftirspurn er eftir lóðum á Höfn, það er ekki sanngjarnt gagnvart öðrum íbúum að halda lóðum ef lóðarhafar ætla ekki að fara í framkvæmdir.

Í skoðun er að kanna leið til þess að koma í veg fyrir að fólk haldi lóðum án þess að framkvæma, með hækkun á gjöldum við úthlutun.

Unnið er að lausnum til þess að brúa bilið á meðan íbúakosning um þéttingu byggðar fer fram og nýtt skipulag um íbúabyggð er í vinnslu.

Bartek Skrzypkowski, byggingarfulltrúi