• Framkvaemd_vesturbraut

Tilkynning um umferðartruflanir vegna framkvæmda við Vesturbraut

Vegna nauðsynlegra framkvæmda við fráveitukerfið verða umferðartruflanir á Vesturbraut í nágrenni við bensinstöð N1.

24.7.2025

Framkvæmdir hefjast í dag, fimmtudaginn 24. júlí, og munu í fyrstu felast í undirbúningi.

Vakin er sérstök athygli á því að eftir helgi verður grafinn skurður þvert yfir götuna. Þetta mun hafa í för með sér verulegar tafir og biðjum við vegfarendur um að sýna sérstaka aðgát og virða merkingar á svæðinu. Verkefnið er nauðsynlegt til að tryggja og bæta fráveitu á svæðinu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur sýndan skilning og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.