Töf á malbikunar-framkvæmdum

24.9.2021

Vegna alvarlegrar bilunar í malbikunarstöðinni á Höfn hefjast malbikunarframkvæmdir á Hafnarbraut, Skólabrú og Bogaslóð um kvöldmatarleitið í kvöld. 

Búast má við að malbikunarframkvæmdirnar hefjist um kl. 19:00 og standi yfir fram eftir nóttu. Því má búast við hávaða og ónæði af þessum sökum.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þessi röskun kann að valda.

Gera má ráð fyrir að aðrar malbikunarframkvæmdir á Höfn tefjist um a.m.k. um viku.