• Event-photo-Facebook3

Tóm - Opnun einkasýningar samtímaljósmyndarans SPESSA í Svavarssafni

14.8.2025

Opnun einkasýningar samtímaljósmyndarans SPESSA, TÓM, fer fram í Svavarssafni föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 17:00, þar sem hann mun segja frá verkum sínum sem unnin eru á tveggja ára tímabili í Öræfum.

SPESSI - TÓM

Verið hjartanlega velkomin á opnun einkasýningar samtímaljósmyndarans SPESSA í Svavarssafni, föstudaginn 15. Ágúst 2025 klukkan 17:00.

Verk Spessa á sýningunni TÓM eru unnin á því tveggja ára tímabili frá því hann flutti í Öræfin og mun hann segja frá verkum sínum og listsköpun á opnuninni.Boðið verður upp á léttar veitingar.
Öll eru velkomin.

Sýningin er opin til og með 27. September 2025.
SPESSI er íslenskur samtímaljósmyndari, fæddur árið 1956 á Ísafirði.
Hann er einn af mikilvægustu sjónrænu annálahöfundum Íslands og hefur þróað mjög persónulegan tón í verkum sínum á um 35 ára ferli, þar sem hann fangar raunveruleikann á hráan og afdráttarlausan hátt.Ljósmyndaverk hans draga gjarnan upp mynd af því umhverfi er skapar ramma utanum tilveruna á hverju tímabili fyrir sig, portrett af fólki sem gjarnan er lítið sýnilegt en hefur mikilvægum hlutverkum að gegna í gangverki samfélagsins, hinn manngerða heim – nærveru mannsins og fjarveru – þar sem hávaði, þögn og tóm mætast.

Þekkt eru ljósmyndaverk Spessa af hversdagslegum fyrirbærum á borð við bensíndælur í heildarverki hans Bensín (1999) og íbúðablokkum í heildarverki hans 111 (2018), sem hverfist um lífið í samnefndu póstnúmeri í Breiðholtinu í Reykjavík, svo og fólk er tengist þessum aðstæðum og hefur Spessi nefnt að hann nálgist viðfangsefni sín sem hlutlaus áhorfandi.Í verkum sýningarinnar TÓM varpar Spessi fram sjónarhornum á einangrun og víðáttu í Öræfum, þar sem hann hefur búið um tveggja ára skeið. Okkur er veitt innsýn inn í einstakan, myndrænan upplifunarheim hans í þessu sérstaka umhverfi, þar sem hann hefur fundið nýja nálgun, annarskonar sýn og átt í samtali við sjálfan sig.

Fyrir bókverk Spessa, TÓM, sem Kind listbókaútgáfa gefur út nú á sýningartímabilinu, skrifar Ófeigur Sigurðsson rithöfundur um list hans: „Tómið er fullt af óorðinni merkingu, þrungið ósegjanlegum möguleikum; forspjall að sköpunarverki. Í upphafi var ekkert. Gras hvergi, segir Völuspá og kjarnar þar betur auðn alheimsins en nokkuð annað. Tíminn var ógirtur og ekki tekinn að líða. Hvergi var sandur né nokkurn sjó að finna. Engin jörð. Enginn himinn. Skugginn vart skugginn af sjálfum sér. Myrkrið án myrkurs, ljósið án ljóss.“

Um upplifun sína af búsetu í Öræfum segir Spessi flutninginn þangað frá fjölmennari stöðum hafa verið töluverða áskorun og að hrár kraftur náttúrunnar kalli á auðmjúka nálgun, þar sem „vindurinn og tómið haldast í hendur og vísa í tómið sem ég horfði inn í, þennan gráa sudda sem varð dekkri með hverjum deginum … tómið, sem ég upplifði í sálinni við að flytja svona afskekkt. Nú er verkið tilbúið, ég sé sjóndeildarhringinn; hinn eiginlega og sjóndeildarhringinn í sjálfum mér.“Spessi stundaði nám í ljósmyndun við Akademie voor Beeldende Kunst (AKI) í Hollandi og lauk námi þar árið 1994. Hann hefur sýnt víða, bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars í Þjóðminjasafninu, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listamiðstöðinni Hafnarborg og í listasöfnum og sýningasölum á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og Þýskalandi.

Sýningin er studd af / The exhibition is supported by:
Safnaráði / The Museum Council of Iceland
SASS Samtökum íslenskra sveitarfélaga / The South Iceland Development Fund
Myndlistarsjóði / Icelandic Visual Arts Fund

Opnunartímar Svavarssafns:
Mán-fös: kl.09:00 - 17:00
Laugardaga: Kl.13:00 - 15:00
Og eftir samkomulagi: listasafn@hornafjordur.is

https://mmh.hornafjordur.is/listasafn
www.spessi.com

Spessi_vertical_Poster_Peter-beekeeper-Fagurholsmyri


SPESSI - TÓM

You are cordially invited to attend the opening of TÓM, a solo exhibition of Icelandic contemporary photographer SPESSI (b. 1956) at Svavarssafn Art Museum in Höfn, Hornafjörður in Iceland, on Friday 15th August at 5 PM.

At the opening, artist Spessi will talk about his work and his 35 year art practise.
SPESSI is an Icelandic contemporary photographer, born in 1956 in the town of Ísafjörður, Iceland. He is one of Iceland's most important visual chroniclers and has cultivated a deeply personal tone in his works in a career spanning 35 years, marked by an unflinching and unembellished depiction of his sense of reality in his immediate surroundings.His photographic oeuvre frequently captures the societal and nature-based existence at any given moment, presenting portraits of individuals who often remain unseen, yet whose roles are integral to the fabric of society. His work explores the constructed world—its human presence and absence—where noise, silence, and void intersect.

Spessi is known for his photographic works depicting everyday subjects such as petrol pumps in his photoseries and publication Bensín (1999), and apartment blocks in his photoseries and publication 111 (2018), which focused on life within the postal district of the same name in Breiðholt, a suburb of Reykjavík. His images often include the people connected to these environments, and he has stated that he approaches his subjects as a neutral observer.In his exhibition TÓM (VOID), Spessi turns his lens towards the isolation and expansiveness of Öræfi, a remote region in southeast Iceland, nestled between Skaftafell and Jökulsárlón, within Vatnajökull National Park, where he has resided for the past two years. These works offer a visual exploration of his inner landscape, shaped by solitude and dialogue with this unique place, revealing a shift in both perspective and artistic inquiry.For Spessi´s new bookwork, TÓM, published in August 2025 by Icelandic art publishers Kind, author Ófeigur Sigurðsson writes:

"Void (TÓM) is saturated with unspoken meaning, laden with inexpressible potential—an overture to creation. In the beginning there was nothing. 'Grass was nowhere to be seen,' says Völuspá, capturing an essence of the void of the cosmos better than any other sources. Time had not begun. No sand, no sea, no land, no sky. Shadow was scarcely a shadow of itself. Darkness without dark, light without light."Reflecting on his current residing in Öræfi, Spessi speaks of the challenge of relocating from urban environments to such vast desolation, He describes the elemental force of nature as an experience of profound humility, stating: "The wind and the void move in sync, pointing towards the void that calls for my observation — with each passing day … the void I felt in my soul upon moving to somewhere so remote. Now the work is complete, and I can see the horizon — the physical one, and the one within myself.”Spessi studied photography at the Akademie voor Beeldende Kunst (AKI) in the Netherlands and graduated in 1994. He has exhibited extensively, both in Iceland and abroad, including at the National Museum of Iceland, the National Gallery of Iceland, the Reykjavík Art Museum and Hafnarborg Art Centre, as well as in art museums and galleries across the Nordic countries, in Germany, Poland, UK and the US.
Sýningin er studd af / The exhibition is supported by:
Safnaráði / The Museum Council of Iceland
SASS Samtökum íslenskra sveitarfélaga / The South Iceland Development Fund
Myndlistarsjóði / Icelandic Visual Arts Fund

Opening hours:
Mon-Fri: 9 - 5 PM
Saturdays: 1 - 5 PM
And by appointment: listasafn@hornafjordur.is

https://mmh.hornafjordur.is/listasafn
www.spessi.com