Umferðahraði við íbúagötur verði lækkaður

28.3.2018

Umhverfisnefnd hefur unnið að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.

Markmið með gerð umferðaröryggisáætlunar er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi.

Nefndin leggur til að íbúagötur í þéttbýli verði með 30 km. hámarkshraða og stofngötur verði með 50 km. hámarkshraða, á meðfylgjandi mynd má sjá þær götur sem lagt er til að verði með 30 km. hámarkshraða merkt með gulu. Einnig er lagt til að Íbúagötur í Nesjahverfi verði með 30 km. hámarkshraða.

Helstu markmið í nýrri umferðaröryggisáætlun eru eftirfarandi:  

Yfirmarkmið verði að gangandi og hjólandi umferð í forgangi í þéttbýlinu. Allar breytingar sem gerðar eru miði að þessu marki.

 • Setja gangandi og hjólandi fólk í forgrunn.

 • Fjarlægja steinagarða á Hafnarbraut.

 • Taka niður umferðarhraða við alla skóla.

 • Færa þjóðveginn austur fyrir byggð, líkt og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir.

 • 30. km hámarkshraði verði við íbúagötur á Höfn og Nesjahverfi.

 • Gera greiða gönguleið frá göngustíg fyrir aftan N1 að Silfurbraut.

 • Breyta umferðargötum við Grunnskóla Hornafjarðar í vistgötu. 

 •  Tengja gönguleið frá Hlíðartúni við gangbraut við Vesturbraut.

 • Ná niður hraða frá Sundlaug að enda íþróttasvæðis og gera gangbraut og gott aðgengi fyrir gangandi umferð frá Fiskhól.

 • Bæta öryggi vegfarenda um Brautarholt.

 • Gangbraut yfir Hafnarbraut við tjaldstæði. 

 • Setja hraðavarnarskilti við Hæðargarð.

 • Bæta veg merkingar almennt í þéttbýli td. stoppmerki við Víkurbraut/Kirkjubraut og endurnýja skilti sem eru upplituð.

 • Skoða þarf gangbrautir á algengum gönguleiðum, við Höfnina, við N1, við Heppuskóla, við ráðhús, við Kirkjubraut. í Hæðargarði.

 • Við færslu þjóðvegs, gera ráð fyrir hringtorgum á Hafnarbraut/Dalbraut, Hafnarbraut/Víkurbraut.

 • Fjarlæga runna og beð sem hindra sýn ökumanna á gatnamótum.

 • Göngu og hjólreiðastígur inn í Nesjahverfi, meðfram þjóðvegi eða út í náttúruna.

 • Aðrein að Nesjahverfis afleggjara.

 • Fjarlægja þrengingu fyrir framan Mánagarð þar sem hún er varasöm.

 • Bílastæðamál á Hafnarsvæði þarf að bæta.

 • Lýsingu á göngustíga milli gatna inni í bænum.

 • Endurskipuleggja nýju gatnamótin við Akureyna.

 • Setja þrengingar eða hraðahindranir með gangbraut í vesturenda Vesturbrautar og minnka þannig hraðakstur um þá leið.

 • Stöðvunarmerki við gatnamótin Víkurbraut, Hafnarbraut.

 • Setja þarf umferðarhlið þar sem keyrt er inn í þéttbýlið á Höfn.