Umhverfisviðurkenningar 2025
Umhverfis- og skipulagsnefnd auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2025.
Óskað er eftir tilnefningum á einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum, fyrirtækjum, lóðum eða lögbýlum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem hafa með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar og gert umhverfisvæna umgengni að eðlilegum hluta af daglegu lífi sínu, eða hafa á annan hátt lagt sitt af mörkum til verndar náttúru og umhverfi. Horft verður sérstaklega til þeirra breytinga sem viðkomandi hafa gert á starfsemi sinni eða heimilishaldi í þeim tilgangi að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 6. mars.
Hægt er að senda tilnefningar á netfangið xiaoling@hornafjordur.is eða í afgreiðslu ráðhússins við Hafnarbraut 27.

