Undirritun loftlagsyfirlýsingar
Föstudaginn 26. febrúar kl.13:00 munu stofnanir Sveitarfélagsins Hornafjarðar og 20 fyrirtæki í sveitarfélaginu undirrita Loftslagsyfirlýsingu Festu og sveitarfélagsins við hátíðlega athöfn sem fram fer á Nýtorgi í Nýheimum.
Dagskrá athafnarinnar:
- Setning, Þorvarður Árnason
- Drög að stefnumótun með áherslu á innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð kynnt, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri
- Hugvekja um umhverfismál, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir loftlags aktivisti
- Kynning á efni sem styður við og auðveldar notkun á loftlagsmælum Festu, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri
- Frumsýning á myndbandi sveitarfélagsins um umhverfismál
- Undirritun loftlagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Fundarstjóri Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.
Loftslagsverkefni Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar er ætlað að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að setja sér markmið um loftslagsmál, framkvæma aðgerðir þar af lútandi, mæla árangur þeirra og birta markmið og niðurstöður.
Loftslagsyfirlýsingin er þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir 100 fyrirtækja og stofnanna í aðdraganda Parísarsáttmálans. Yfirlýsingin vakti athygli á alþjóðavettvangi, en hún snýr að skuldbindingu undirritunaraðila til að: draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og úrgangi, mæla losun og birta þær niðurstöður.
Á viðburðinum verða einnig kynnt drög að nýrri stefnu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð sem leggur áherslu á innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna ásamt því að frumsýnt verður myndband um umhverfisvænar áherslur sveitarfélagsins.
Bein slóð á streymið er https://youtu.be/G07eYkpl3AQ
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar