Undirritun loftlagsyfirlýsingar

25.2.2021

Föstudaginn 26. fe­brú­ar kl.13:00 munu stofn­an­ir Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar og 20 fyrirtæki í sveitarfélaginu und­ir­rita Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og sveit­ar­fé­lags­ins við há­tíð­lega at­höfn sem fram fer á Nýtorgi í Nýheim­um. 

Dagskrá athafnarinnar:

  • Setning, Þorvarður Árnason
  • Drög að stefnumótun með áherslu á innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð kynnt, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri
  • Hugvekja um umhverfismál, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir loftlags aktivisti
  • Kynning á efni sem styður við og auðveldar notkun á loftlagsmælum Festu, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri
  • Frumsýning á myndbandi sveitarfélagsins um umhverfismál
  • Undirritun loftlagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Fundarstjóri Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Lofts­lags­verk­efni Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar er ætl­að að hvetja fyr­ir­tæki og stofn­an­ir til að setja sér markmið um lofts­lags­mál, fram­kvæma að­gerð­ir þar af lút­andi, mæla ár­ang­ur þeirra og birta markmið og nið­ur­stöð­ur.

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­in er þró­uð af Festu og Reykja­vík­ur­borg og var fyrst und­ir­rit­uð í Höfða ár­ið 2015 af for­stjór­um yf­ir 100 fyr­ir­tækja og stofn­anna í að­drag­anda Par­ís­arsátt­mál­ans. Yf­ir­lýs­ing­in vakti at­hygli á alþjóða­vett­vangi, en hún snýr að skuld­bind­ingu und­ir­rit­un­ar­að­ila til að: draga úr los­un gróð­ur­húsalof­teg­unda og úr­gangi, mæla los­un og birta þær nið­ur­stöð­ur.

Á við­burð­in­um verð­a einnig kynnt drög að nýrri stefnu fyr­ir Sveit­ar­fé­lag­ið Horna­fjörð sem legg­ur áherslu á inn­leið­ingu heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt því að frum­sýnt verð­ur mynd­band um um­hverfis­væn­ar áhersl­ur sveit­ar­fé­lags­ins.

Bein slóð á streymið er https://youtu.be/G07eYkpl3AQ

 

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar