Upplýsingaöflun í Sveitarfélaginu Hornafirði
Byggða- og nýsköpunarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vinnur að greiningu samfélagsins til að styðja við framtíðaruppbyggingu og stefnumótun.
Fyrr á árinu var gerður starfssamningur milli Nýheima þekkingarseturs og Sveitafélagsins Hornafjarðar með því markmiði að efla samstarf við atvinnulífið og ýta enn frekar undir nýsköpun og frumkvöðlastarf með skýrri sín um byggðaþróun í sveitarfélaginu. Nejra Mesetovic verkefnastjóri þekkingarsetursins gegnir hlutverki byggða- og nýsköpunarfulltrúa.
Eitt af verkefnum byggða- og nýsköpunarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar er að afla gagna og greina þróun í samfélaginu til að styðja við stefnumótun og framtíðaruppbyggingu.
Verkefnastjóri tók saman helstu lýðfræði upplýsingar um sveitarfélagið. Þetta er fyrsti hluti í markvissri upplýsingaöflun en unnið verður áfram að því að greina fleiri þætti í sveitarfélaginu, svo sem atvinnulíf, búsetuskilyrði og þjónustu.
Samantektin sýnir
meðal annars fjölda íbúa, kynjahlutföll og aldursdreifingu eftir svæðum og
tímabilum. Gögnin sýna að íbúum hefur fjölgað á síðustu árum, sérstaklega má
sjá vaxandi hlut ungs fólks á aldrinum 25–34 ára og í yngri aldurshópum.
Þessi vinna er hluti af því fjölbreytta starfi sem byggða- og
nýsköpunarfulltrúi sveitarfélagsins sinnir – að veita innsýn, styðja við
ákvarðanatöku og efla samfélagið með markvissri upplýsingamiðlun.
Hægt er að hafa samband við byggd@hornafjodur.is með spurningar eða
athugasemdir.