Úrgangur sem má ekki fara með jarðvegsúrgangi

3.9.2020

Af gefnu tilefni vill starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar minna íbúa á að ekki er heimilt að nýta bæjarlandið til þess að losna við úrgang.

 Töluvert ber á því að múr og steypubrot, full af plasti og járni, séu losuð í Fjárhúsavík. Ekki er heimild fyrir því! Íbúar hafa leyfi til að losa sig við hreinan garðúrgang í Fjárhúsavík en ekkert annað. Sé umgenginn ekki til fyrirmyndar er ekkert annað í stöðuni en að takmarka aðgengi að svæðinu.

Nýjasta tilfellið af leyfislausum úrgangi í bæjarlandinu var í seinustu viku þegar íbúi sturtaði plastmengaðri mold við Hrossabitahaga.


Við biðlum til íbúa að bera ábyrgð á sínum úrgang og finna honum réttmætan farveg.

Anna Ragnarsdóttir Pedersen

Umhverfisfulltrúi