Úrslit skuggakosninga unga fólksins leiðrétt

26.5.2018

Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum, kosið var í öllum kördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum. 

Kosningin fór þannig; B- listi framsóknarflokksins 49,33% D- listi Sjálfstæðisflokksins 33,33% og E- listi 3 Framboðsins 17,33%. B listi 4 bæjarfulltrúar D listi 2 bæjarfulltrúar E listi 1 bæjarfulltrúiþ

Ágæt kosningaþátttaka var meðal ungafólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum RUV í framhaldskólunum sem haldin var í framhaldskólum landsins.  146 voru á kjörskrá á aldrinum 13-17 ára. 

Bæjarfulltrúar ungmenna Hornafjarðar eru: 

  1.  Ásgerður K. Gylfadóttir 
  2. Björn Ingi Jónsson
  3. Sæmundur Helgason 
  4. Ásgrímur Ingólfsson 
  5. Guðbjörg Sigurðardóttir 
  6. Erla Þórhallsdóttir
  7. Björgvin Óslar Sigurjónsson

Myndin er tekin við talningu atkvæða úr kjörkössum Sigrún Steinarssdóttir formaður ungmennaráðs og Arndís Magnúsdóttir.

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar þakkar öllum sem tóku þátt í kosningunni.