Útboð á skólaakstri í Sveitarfélaginu Hornafirði

7.2.2024

Á útboðsvef ríkiskaupa er nú auglýst eftir tilboðum í allan skólaakstur í sveitarfélaginu næstu fjögur árin

Um sex akstursleiðir er að ræða;

  • Skólaakstur í Öræfum
  • Suðursveit - Höfn
  • Mýrar – Höfn
  • Nes – Höfn
  • Fimleikaakstur
  • Frístundaakstur

Hægt er að bjóða í eina akstursleið, nokkrar eða allar.

Tilboðum skal skilað inn á vef Ríkiskaupa og þar er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Skólaakstur fyrir Hornafjörð | Útboðsvefur (utbodsvefur.is)