Viðvörun vegna íshella

6.4.2018

Vegna öryggisástæðna varar Vatnajökulsþjóðgarður nú við ferðum í íshella í Vatnajökli.

Vegna aukinnar dagsbirtu og hærra lofthitastigs eru flestir íshellar nú orðnir óstöðugir og hættulegir heim að sækja.

Allir ábyrgir leiðsögumenn eru nú hættir að bjóða upp á ferðir þar til næsta tímabil hefst í nóvember.

Önnur afþreying á jökli er í boði núna, svo sem jöklagöngur, snjósleðaferðir og jeppaferðir.