Vinnuskólinn mættur

9.6.2022

Það er ekki laust við að hjartað taki smá gleðihopp þegar gulu vestin eru mætt í beðin hjá bænum því það er svo sannarlega merki um að sumarið sé komið.

Það er ekki laust við að hjartað taki smá gleðihopp þegar gulu vestin eru mætt í beðin hjá bænum því það er svo sannarlega merki um að sumarið sé komið. Vinnuskólinn hófst á þriðjudag og eru um 30 börn í honum. Það er óvenju fá börn og örugglega merki um mikið framboð af annarri vinnu. Þessi börn sem fædd eru 2007- 2009 munu þó gera sitt besta til að fegra bæinn með flokkstjórunum sínum í sumar.