• Framtidarsyn-Auglysing-A3-1-

Vinnustofa II vegna mótunar framtíðarsýnar í málefnum aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði

6.5.2025

Fimmtudaginn 8. maí n.k. fer fram seinni vinnustofan við mótun framtíðarsýnar í málefnum aldraðra í Sveitarfélaginu Hornafirði 2026-2034.  Vinnustofan fer fram á Víkurbraut 30 í Ekrusal og er frá kl. 09:00-12:00.

Að þessu sinni verður unnið í þemunum Húsnæðismál, Heimaþjónusta, heimahjúkrun og akstursþjónusta og fræðsla og miðlun upplýsinga.

Mikill kraftur var á fyrri vinnustofunni og vonumst við til að fá góða mætingu sem skili sér í góðri vinnu sem nýtist við gerð framtíðarsýnarinnar.

Allir velkomnir!