Akstursfélag Austur-Skaftfellssýslu og Sveitarfélagið Hornafjörður skrifa undir samstarfssamning

18.8.2025

Sveitarfélagið Hornafjörður og Akstursfélag Austur-Skaftafellssýslu (ASK) hafa skrifað undir samstarfssamning til að efla aksturíþróttina og íþróttir tengdar henni og auka fjölbreytni íþrótta og afþreyingar á svæðinu. Auk þess styrkti sveitarfélagið ASK um 10 m.kr til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. ASK hefur gengið í endurnýjun lífdaga og unnið gríðar mikið starf við að endurbæta og koma upp aðstöðu inn í Fjárhúsavík fyrir starfsemina. Í sumar var haldið námskeið á svæði félagsins og hluti af Íslandsmótaröðinni í mótorcrossi fór þar fram og alveg ljóst að félagsmenn ætla sér mikið í framtíðinni. Nýr formaður er Guðni Þór Valþórsson og óskar sveitarfélagið nýrri stjórn og félaginu góðs gengis og hlakkar til að fylgjast með starfinu í framtíðinni.