Hornafjörður - náttúrulega!

29.11.2021

Ný stefnumótun fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð með áherslu Heimasmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur nú öðlast gildi. Stefnumótunin hefur verið í vinnslu í um tvö ár en hófst með vinnufundum þar sem saman komu kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins auk annarra íbúa og hagsmunaaðila. 

Til grundvallar stefnunni lá vinnufundir með íbúum, starfsmönnum og kjörnum fulltrúum ásamt því að KPMG vann áhættu- og greiningarmat sem byggir á sýn fjármálamarkaða á stærstu áhættuþætti sveitarfélaga. Einnig var Aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum (2020) og skuldbindingar gagnvart Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna lögð til grundvallar. Það var svo unnið að samhæfingu við öll fyrri skref við Hornafjörð og sértækar aðstæður ásamt vinnu bæjarstjórnar á fyrri stigum. 

Niðurstaðan er framtíðarsýn sem byggist á stoðum samfélagsins og áherslum undir hverri stoð. Sýnin er sú að sveitarfélagið er eftirsóknarverður og fjölskylduvænn búsetukostur sem fólk vill sækja heim. Mannlíf og lífsgæði blómstra í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Fólk hefur jöfn tækifæri í velferðarsamfélagi og þjónusta er framúrskarandi. Menning er lifandi og öflug nýsköpun til staðar.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessari stefnumótun með einum eða öðrum hætti. Út frá stefnunni hefur verið unnin aðgerðaráætlun og lagðir fram mælikvarðar til að meta hvernig sveitarfélaginu tekst til með innleiðingu stefnumótunar. 

Hér má lesa stefnumótunina í heild.