Styrkumsóknir

16.11.2016

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í  tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 20. nóvember.

Styrkumsókn þarf að vera stíluð annað hvort á menningarmálanefnd, fræðslu- og tómstundanefnd eða bæjarráð eftir því sem við á. Þá skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri