• Mynd_23452345

Hornafjörður, náttúrulega! Drög birt á samráðsvef Betra Ísland

4.12.2025

Drög að endurskoðaðri heildarstefnu sveitarfélagsins; Hornafjörður, náttúrulega! Stefnan hefur verið birt á samráðsvefnum Betra Ísland. Þar gefst íbúum, starfsfólki og öðrum hagaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum áður en stefnan verður fullmótuð.

Heildarstefna sveitarfélagsins gildir til loka árs 2025 og hefur vinna að endurskoðun hennar staðið yfir frá upphafi árs. Í ferlinu hafa sviðsstjórar unnið ítarlega greiningu á verkefnum og markmiðum hvers sviðs, ásamt því að skoða hlutverk sveitarfélagsins í heild.

Í drögunum er lagt til að stefnan verði einfaldari og skýrari en áður og að meginstoðirnar verði þrjár: umhverfi, fólk og þjónusta. Með þessari breytingu er ætlunin að tengja stefnuna betur við daglegt starf sveitarfélagsins og skýra betur hlutverk hvers sviðs í innleiðingu stefnunnar⁠.

Aðgerðaráætlanir fyrir hverja stoð fylgja stefnudrögunum en þar má sjá markmið og aðgerðir sem mótaðar voru í sameiginlegri vinnu sviðsstjóra og starfsfólks⁠.

Hvernig tek ég þátt í samráðinu?

Drögin eru aðgengileg hér:  Hlekkur á vef Betra Ísland

Þú getur sent inn rök eða athugasemdir með eða án innskráningar. Ef þú skráir þig inn getur þú valið hvort þú birtir nafnið þitt.

1. Farðu inn á hlekkinn þar sem verkefnið „Hornafjörður, náttúrulega!“ er á Betra
    Ísland.

2. Smelltu á málið. Þar koma upp drög að stefnu og aðgerðaáætlunum stoðanna
    í lýsingunni er hlekkur þar sem hægt er að lesa skjölin í heild sinni.

3. Settu fram athugasemdir, hugmyndir eða rökstuðning við þau atriði sem þú vilt tjá
    þig um.

4. Þú getur einnig sett hjarta við hugmyndir annarra eða tekið þátt í umræðu.

Allar innsendar ábendingar fara beint inn í vinnu sveitarfélagsins og verða nýttar við endanlega mótun stefnunnar og aðgerðaáætlana.

Af hverju er mikilvægt að taka þátt?
Stefna sveitarfélagsins er heildarstefna okkar allra og markar framtíðarsýn Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þess vegna skiptir máli að sjónarmið íbúa komi fram, hvort sem þau snúa að umhverfismálum, þjónustu, velferð, skipulagi eða daglegu lífi í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið hvetur alla íbúa til að nýta tækifærið og taka þátt í mótun stefnunnar með því að senda inn umsögn í gegnum samráðsvefinn.

Hægt er að senda inn athugasemdir til og með 16. desember næstkomandi.

Hlekkir á pdf skjöl:
HORNAFJORDUR-NATTURLEGA-STEFNA-2025
Aðgerðaáætlun Þjónusta
Aðgerðaáætlun Fólkið
Aðgerðaáætlun Umvhverfið


English text
Drafts of the revised overall municipal strategy, Hornafjörður, náttúrulega!, have now been published on the Betra Ísland consultation website. Residents, staff, and other stakeholders are given the opportunity to submit comments and suggestions before the strategy is finalized.

The municipality's overall strategy is valid until the end of 2025, and work on its revision has been underway since the beginning of the year. During this process, department heads carried out a detailed analysis of each department's projects and objectives, as well as reviewing the role of the municipality as a whole.

The drafts propose that the strategy be simpler and clearer than before, and that the main pillars will be three: environment, people, and services. With this change, the aim is to better connect the strategy to the municipality's day-to-day work and to clarify the role of each department in implementing the strategy.

Action plans for each pillar accompany the draft strategy, outlining goals and actions that were developed through joint work by department heads and staff. The documents are in Icelandic but you can translate them with the translate button.

How can I take part in the consultation?

The drafts are available here:  Link to Betra Ísland web

You can submit arguments or comments with or without logging in. If you log in, you can choose whether your name is displayed.

  1. Go to the link where the project “Hornafjörður, náttúrulega!” is located on Betra Ísland.
  2. Click on the case. There you will find the draft strategy and the action plans for the pillars. In the description, there is a link where you can read the documents in full.
  3. Submit comments, ideas, or reasoning regarding the points you wish to express an opinion on.
  4. You can also “like” other people's ideas by clicking the heart or take part in the discussion.

All submitted feedback goes directly into the municipality's work and will be used in the final development of the strategy and action plans.

Why is it important to participate?

The municipality's strategy is our shared overall strategy and defines the future vision of the Municipality of Hornafjörður. That is why it is important that the views of residents are heard, whether they relate to environmental issues, services, welfare, planning, or everyday life in the municipality.

The municipality encourages all residents to take this opportunity and participate in shaping the strategy by submitting their feedback through the consultation website.

Comments can be submitted until 16 December.

ENGLISH-HORNAFJORDUR-NATTURLEGA-STEFNA-2025