7.11.2016 : Fyrirlestur fellur niður

Fyrirlestur um "aðgerðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda " sem halda átti annað kvöld í Nýheimum kl. 20:00 fellur niður vegna veikinda.

3.11.2016 : Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. 

3.11.2016 : Hugmyndir íbúa um framkvæmdir 2017

Í október voru íbúar sveitarfélagsins beðnir um að senda inn hugmyndir um hvaða framkvæmdir þeir teldu að vinna ætti að á árinu 2017, hægt var að senda svör í gegn um heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is  undir þátttaka.

2.11.2016 : Dróni til kennslu og rannsókna

Nýlega bættist í tækjabúnað Náttúrustofu Suðausturlands og Framhaldsskólans í Austur – Skaftafellssýslu. Að þessu sinni var fjárfest í DJI Phantom 4 dróna.

1.11.2016 : Þjónustusamningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði undirritaður

Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um rekstur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði en samningurinn sem starfað er eftir í dag rennur út um áramót.

31.10.2016 : Heilsueflandi samfélag

Fimmtudaginn 27. október s.l. undirrituðu Birgir Jakobsson landlæknir og Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri samstarfssamning um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag.

25.10.2016 : Kvennafrídagurinn á Höfn

Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur á Höfn eins og mörgum stöðum á landinu.

Konur söfnuðust saman við AFL starfsgreinafélag og fóru í kröfugöngu að Hótel Höfn þar sem haldinn var baráttufundur.

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í kröfugöngunni og enn fleiri mættu á hótelið til að hlýða á erindi og tónlistaratriði. 

22.10.2016 : Orðsending til foreldra

Kæru foreldrar. Kvennafrídagurinn er á mánudaginn 24. október og þá  viljum við hjá Sveitarfélaginu Hornafirði leggja okkar af mörkum og hvetja okkar konur til þáttöku í skipulagðri dagskrá í tilefni dagsins.

20.10.2016 : Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis

Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis 29. október 2016 verða sem hér segir:

Síða 4 af 7