18.10.2016 : Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2016

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október hefur verið lögð fram. Kjörskráin er til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27. Höfn til og með föstudagsins 28. október á almennum skrifstofutíma.

12.10.2016 : Tómstundafulltrúi

Óskar Bragi Stefánsson hefur verið ráðinn tómstundafulltrúi sveitarfélagsins, áætlað er að hann komi til starfa í kring um 20. október og mun starfsemi Þrykkjunnar fara af stað fljótlega í kjölfarið.  

11.10.2016 : Bæjarstjórnarfundur 13. okt.

FUNDARBOÐ 230. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi,

13. október 2016 og hefst kl 16:00

10.10.2016 : Við viljum heyra þína skoðun

 Íbúar eru hvattir til að senda inn sína skoðun.

29.9.2016 : Framtíðin björt í Sveitarfélaginu Hornafirði

Undanfarið hefur mikil breyting hefur orðið í litla samfélaginu okkar þar sem atvinnuástand hefur verið með því besta á landinu í mörg ár og  fjölgun ferðamanna hefur farið fram úr björtustu vonum. Fjölgun barna í Öræfum hefur valdið því að nýr leikskóli verður opnaður í næstu viku.

28.9.2016 : Ný heimsíða Grunnskóla Hornafjarðar

Ný  heimasíða Grunnskóla Hornafjarðar var opnuð í morgun, síðan er unnin og hönnuð í samstarfi við Hugsmiðjuna eins og heimasíða Sveitarfélagsins.

26.9.2016 : Starfastefnumót

Fimmtudaginn 15. september var haldið Starfastefnumót í Nýheimum þar sem 46 aðilar í Sveitarfélaginu Hornafirði kynntu með einum eða öðrum hætti starfsemi og starfsgreinar sinna fyrirtækja og stofnana.

20.9.2016 : Auglýsing um framkvæmdaleyfi

Sveitafélagið Hornafjörður  hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna Hringvegs nr. 1 milli Hólms og Dynjanda. Framkvæmdin er háð  mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 og liggur matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrir.

19.9.2016 : Rafbílastöðvar

Í tengslum við átaksverkefnið „Rafbílar átak í innviðum“ leitar Sveitarfélagið Hornafjörður að samstarfs/rekstraraðila til reksturs rafbílastöðva þegar stöðin hefur verið sett upp.

Síða 5 af 7