15.4.2020 : Hreinsunarvika verður 20.-24. apríl

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til þess að taka vel til í kringum hús sín og í næsta umhverfi. Fyrirtæki eru einnig hvött til að hreinsa til á lóðum sínum í kringum fyrirtækin og ekki síður á geymslulóðum.

15.4.2020 : Fundur bæjarstjórnar 16. apríl

273. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi,16. apríl 2020 og hefst kl. 13:00.

14.4.2020 : Breyting á þjónustu í deifbýli

Frá og með 15. apríl 2020 tekur sorpþjónusta í dreifbýli Sveitarfélagsins Hornafjarðar breytingum. Timbur og brotajárnsgámar sem staðsettir hafa verið í Lóni, Nesjum, á Mýrum og í Suðursveit verða fjarlægðir og önnur þjónusta tekur við.

9.4.2020 : Páskapistill bæjarstjóra

Við fögnum nú Páskum á öðruvísi hátt en við erum vön þetta árið. Covid-19 heimsfaraldurinn setur mark sitt á hátíðarhöldin.

6.4.2020 : Forkynning - Deiliskipulag – Þorgeirsstaðir í Lóni

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Hornafjörður hér með kynningu á tillögu að deiliskipulagi vegna uppbyggingar ferðaþjónustu og smávirkjunar að Þorgeirsstöðum í Lóni.

6.4.2020 : Umræðuþáttur unga fólksins um Covid-19

Á morgun er COVID-19 umræðuþáttur unga fólksins á dagskrá RÚV kl. 19:35. Umsjónarmenn þáttarins verða hvorki meira né minna en Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson verkefnastjóri UngRúv

5.4.2020 : Aðgerðir sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Um er að ræða fyrstu aðgerðir og verða þær endurskoðaðar reglulega eftir því sem áhrifin skýrast.

3.4.2020 : Páskaglaðningur

Bæjaráð samþykkti að senda páskaglaðning í þakklætisskyni til þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem sinna kennslu og ummönnun barna, ummönnun veikra og fatlaðra og hafa staðið í eldlínunni í þeim faraldri sem nú gengur yfir af völdum Covid-19. 

3.4.2020 : Staðan í dag 3. Apríl – Covid-19

Nú er mikilvægt að gleyma sér ekki þó staðan sé góð við verðum að standa saman og fara varlega á meðan sóttvarnarlæknir telur nauðsynlegt að halda samkomubanni áfram. Það eru að greinast hópsýkingar í smærri samfélögum á landsbyggðinni, við viljum forðast það eins og hægt er.

Síða 2 af 3